Skáldsaga Rúmmálsreikningur II ★★★★½ Eftir Solvej Balle. Steinunn Stefánsdóttir þýddi. Benedikt bókaútgáfa, 2024. Kilja, 202 bls.
Solvej Balle Rúmmálsreikningur er áhrifarík og áleitin saga, skrifar rýnir.
Solvej Balle Rúmmálsreikningur er áhrifarík og áleitin saga, skrifar rýnir. — Ljósmynd/Sarah Hartvigsen Juncker

Bækur

Einar Falur

Ingólfsson

Ég er aðskotahlutur, villa. Ég er Tara Selter, týnd í átjánda nóvember. Ég er ekki glötuð, bara týnd. Ég datt út úr deginum en það er ekki sorglegt, það er ekki fyndið, ég er bara dottin út úr heiminum …“ (17). Fornbókasalinn Tara Selter varð fyrir því furðulega og óútskýranlega óhappi að festast í tímanum og hjá henni hefst 18. nóvember upp á nýtt á hverjum morgni með endurteknu efni. Hér veltir hún yfir því vöngum í 379. skipti sem hún upplifði þann sama dag og hún er, ef svo má segja, ein á róli, dottin út úr því flæði tímans sem allir aðrir eru fastir í – og því fylgir mikil einsemd. Og ástandið býður líka upp á afar áhugaverðar pælingar um eðli tímans og mannlífsins, sem danski rithöfundurinn Solvej Balle leikur sér með, á djúpan og hrífandi

...