Nína Sæmundsson (1892-1965) Deyjandi Kleópatra, 1925 Steinsteypa, hæð: 72 cm
Nína Sæmundsson (1892-1965) Deyjandi Kleópatra, 1925 Steinsteypa, hæð: 72 cm

Nína Sæmundsson vann Deyjandi Kleópötru í Kaupmannahöfn árið 1925 eftir tveggja ára starfsdvöl í París. Vorið eftir sýndi Nína gifsafsteypu af höggmyndinni í Art Center við 56. stræti í New York við góðar undirtektir. Líkt og í mörgum öðrum verkum sækir Nína í sagnaarf, þetta sinn í söguna um dauða Kleópötru drottningar sem valdi frekar að stytta sér aldur en þola niðurlægingu sem fangi Rómverja þegar þeir voru að leggja Egyptaland undir sig. Samkvæmt sögunni lét hún eiturslöngu bíta sig. Kleópatra Nínu er nakin og mótuð í anda klassískrar hefðar sem hún náði að tileinka sér og útfæra með eftirtektarverðum árangri, yfirborðið fágað og línur mjúkar. Líkamsstaðan, útafliggjandi til hálfs, endurspeglar spennu og innri átök en höfðinu er hallað aftur á afslappaðan hátt, með andlitið upp á við, augun lukt og þannig kemur Nína því til skila hversu sátt konan er að velja örlög sín sjálf. Með því að hafa slönguna ekki sjáanlega nær Nína að

...