„Það er meiningin að mæta á skrifstofuna á morgun,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við Morgunblaðið, spurður hvenær hann hyggist mæta til starfa hjá embætti ríkissaksóknara
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
„Það er meiningin að mæta á skrifstofuna á morgun,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við Morgunblaðið, spurður hvenær hann hyggist mæta til starfa hjá embætti ríkissaksóknara.
Rætt var við Helga Magnús í gær, fimmtudag.
Svo sem kunnugt er krafðist Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari þess að dómsmálaráðherra viki Helga Magnúsi frá störfum, vegna tjáningar hans
...