Verkið Eddi í Hópsnesi I og II í samantekt Ásmundar Friðrikssonar fyrrverandi alþingismanns er komið út hjá Uglu útgáfu. Edvarð Júlíusson eða Eddi var tregur til en féllst á að segja sögu sína eftir að hann varð níræður í fyrrahaust
Eigendur og skipstjóri Frá vinstri: Edvard Júlíusson, Gísli Guðjónsson, skipstjóri frystiskipsins Hópsness GK 77, Jens Valgeir Ólafsson og Guðlaugur Óskarsson. Þremenningarnir ráku fyrirtækið saman í 33 ár.
Eigendur og skipstjóri Frá vinstri: Edvard Júlíusson, Gísli Guðjónsson, skipstjóri frystiskipsins Hópsness GK 77, Jens Valgeir Ólafsson og Guðlaugur Óskarsson. Þremenningarnir ráku fyrirtækið saman í 33 ár.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Verkið Eddi í Hópsnesi I og II í samantekt Ásmundar Friðrikssonar fyrrverandi alþingismanns er komið út hjá Uglu útgáfu. Edvarð Júlíusson eða Eddi var tregur til en féllst á að segja sögu sína eftir að hann varð níræður í fyrrahaust. „Ég nennti ekki að standa í því og leist ekki á það, en ég held að þetta sé þokkalegt hjá karlinum,“ segir Eddi. „Hann fer ekki troðnar slóðir og talar við marga meðreiðarmenn.“

Eddi fæddist á Dalvík, byrjaði 13 ára á sjónum, keypti trillu og haglabyssu fyrir fermingarpeninginn, var öflugur útgerðarmaður í Grindavík, lét til sín taka í bæjarstjórninni, kom að stofnun Bláa lónsins og var stjórnarformaður þess frá byrjun til 2010. Hann hefur auk þess stutt vel við ýmis málefni og ekki síst Golfklúbb

...