Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að hann væri reiðubúinn til þess að funda með Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, hvenær sem væri til þess að ræða mögulegt friðarsamkomulag í Úkraínustríðinu.
Ummæli Pútíns féllu á árlegum blaðamannafundi hans sem haldinn er í lok hvers árs, þar sem forsetinn situr fyrir svörum í nokkra klukkutíma. Sagði Pútín þar að Rússar væru nú með yfirhöndina í Úkraínu, en viðurkenndi jafnframt að hann gæti ekki sagt nákvæmlega hvenær Rússar myndu endurheimta það landsvæði í Kúrsk-héraði sem Úkraínumenn hertóku í ágúst.
„Við munum sparka þeim út. Algjörlega, annað kemur ekki til greina. En ef spurt er um nákvæma dagsetningu, þá þykir mér það leitt að ég get ekkert sagt á þessari
...