Þeir sem vilja koma jólapökkum á milli landshluta með póstinum þurfa að koma þeim í póst í dag. Að sögn Þórhildar Ólafar Helgadóttur forstjóra Póstsins verða pósthúsin opin til hádegis á aðfangadag.
„Á morgun [í dag] er síðasta tækifærið til að senda pakka út
á land sem eiga að ná fyrir jól. Við reynum að koma öllu til
skila og víða um land erum við með aukaferðir á mánudaginn. Við viljum auðvitað koma gleðinni til allra landsmanna fyrir jólahátíðina,“ segir Þórhildur og fram til þessa hefur gengið mjög vel að hennar sögn að anna