Meðferð kæru Fram­sókn­ar­flokk­sins í Suðvest­ur­kjör­dæmi til landskjörstjórnar hefur engin áhrif á stjórnarmyndun, hver svo sem niðurstaðan reynist. Flokkurinn lagði sem kunnugt er fram kæru til lands­kjör­stjórn­ar vegna taln­ing­ar at­kvæða í…

Meðferð kæru Fram­sókn­ar­flokk­sins í Suðvest­ur­kjör­dæmi til landskjörstjórnar hefur engin áhrif á stjórnarmyndun, hver svo sem niðurstaðan reynist.

Flokkurinn lagði sem kunnugt er fram kæru til lands­kjör­stjórn­ar vegna taln­ing­ar at­kvæða í kjör­dæm­inu og synj­un­ar yfir­kjör­stjórn­ar á end­urtaln­ingu at­kvæða eða ann­arri ráðstöf­un til að fyrirbyggja vill­ur í niður­stöðum.

Það kemur í hlut starfandi forseta Alþingis að skipa undirbúningskjörbréfanefnd, sem fær slíka kæru til athugunar, getur mælt fyrir um endurtalningu og gerir tillögu um framhaldið til hinnar eiginlegu kjörbréfanefndar, sem kjörin er á fyrsta fundi Alþingis.

Það breytir þó engu um stjórnarmyndun og myndi ekki fresta stjórnarskiptum. Jafnvel þótt hlutföll á þingi breyttust verulega við endurtalningu sæti sú stjórn áfram, en aldrei lengur en Alþingi leyfði, sem samþykkt gæti vantraust á fyrsta þingfundi.