60 ára Viktor er fæddur í Hafnarfirði og ólst þar upp að hluta en að mestu leyti í Vestmannaeyjum. Hann býr núna í Hafnarfirði en dvelur góðan hluta ársins í Los Dolses sem er á ströndinni Costa Blanca á Spáni.

Viktor vann í fiski á unglingsárunum og fór fyrst á sjó 19 ára gamall. Leiðin lá síðan í Stýrimannaskólann 1990 og hefur hann frá útskrift starfað sem stýrimaður og skipstjóri. Viktor hefur verið skipstjóri á frystitogaranum Merike síðastliðin sex ár hjá útgerðinni Reyktal, en hann hefur verið skipstjóri hjá Reyktal í sautján ár.

„Við löndum oftast í Noregi, komum í land 15. desember og þetta var fínn túr miðað við árstíma en það er oft lélegra fiskirí á haustin. Við lönduðum tæpum 600 tonnum af blönduðum afla, vorum á Smugusvæðinu og lönduðum í Båtsfjord,“ en það þorp er í Finnmörk,

...