Stjarnan gerði frábæra ferð til Njarðvíkur og lagði þar heimamenn að velli, 100:90, í 11. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Stjarnan er áfram í efsta sæti deildarinnar en nú með 20 stig, fjórum stigum fyrir ofan Tindastól í öðru sæti
Álftanes Þjálfarinn Kjartan Atli Kjartansson fer yfir málin með Justin James í fyrsta leik James fyrir Álftanes í gærkvöldi.
Álftanes Þjálfarinn Kjartan Atli Kjartansson fer yfir málin með Justin James í fyrsta leik James fyrir Álftanes í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Körfuboltinn

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Stjarnan gerði frábæra ferð til Njarðvíkur og lagði þar heimamenn að velli, 100:90, í 11. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi.

Stjarnan er áfram í efsta sæti deildarinnar en nú með 20 stig, fjórum stigum fyrir ofan Tindastól í öðru sæti. Tindastóll heimsækir Val á Hlíðarenda í kvöld. Njarðvík er í fimmta sæti með tólf stig.

Jafnræði var með liðunum lengst af áður en Stjörnunni tókst að sigla fram úr í fjórða leikhluta.

Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur í leiknum með 35 stig fyrir Stjörnuna. Fyrirliðinn Ægir Þór Steinarsson bætti við 25 stigum auk þess að taka sex fráköst og gefa átta

...