Tvenna Dominic Solanke skoraði tvö marka Tottenham í gærkvöldi.
Tvenna Dominic Solanke skoraði tvö marka Tottenham í gærkvöldi. — AFP/Ben Stansall

Tottenham hafði betur gegn Manchester United, 4:3, í mögnuðum leik í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í knattspyrnu í Lundúnum í gærkvöldi. Dominic Solanke skoraði tvívegis fyrir Tottenham auk þess sem Dejan Kulusevski og Son Heung-Min skoruðu. Varamennirnir Joshua Zirkzee, Amad Diallo og Jonny Evans skoruðu mörk United.

Í undanúrslitum mætast Tottenham og Liverpool annars vegar og Arsenal og Newcastle hins vegar.