Víkingar halda áfram að skrifa sögu íslensks fótbolta og nú eru þeir komnir í umspilið í Sambandsdeild karla eftir jafntefli, 1:1, gegn LASK í Linz í Austurríki í gærkvöld. Víkingar enduðu þar með í nítjánda sæti deildarinnar með átta stig úr sex leikjum
Markið Ari Sigurpálsson skorar markið mikilvæga úr vítaspyrnu fyrir Víkinga í Linz í gærkvöld.
Markið Ari Sigurpálsson skorar markið mikilvæga úr vítaspyrnu fyrir Víkinga í Linz í gærkvöld. — Ljósmynd/Víkingur

Sambandsdeild

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Víkingar halda áfram að skrifa sögu íslensks fótbolta og nú eru þeir komnir í umspilið í Sambandsdeild karla eftir jafntefli, 1:1, gegn LASK í Linz í Austurríki í gærkvöld.

Víkingar enduðu þar með í nítjánda sæti deildarinnar með átta stig úr sex leikjum. Þar með er ljóst að þeir mæta annaðhvort Panathinaikos frá Grikklandi eða Olimpija Ljubljana frá Slóveníu í umspilinu. Dregið verður til þess á morgun og leikið um miðjan febrúar.

Liðin í 19. og 20. sæti, Víkingur og Borac Banja Luka frá Bosníu, verða dregin gegn liðunum í 13. og 14. sæti, Panathinakos og Olimpija.

Með Panathinaikos leikur Sverrir Ingi Ingason landsliðsmiðvörður sem og

...