Það bar helst til tíðinda að veðurfræðingurinn Birta Líf birtist á skjánum í jólapeysu með hreindýramynd. Ekki þarf meira til að valda usla meðal hagyrðinga. Hjörtur Benediktsson orti: Í kortunum er kalsa tíð kalt er og skortur á hlýju Birta hún spáir hálku og hríð í hreindýrapeysunni nýju
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Það bar helst til tíðinda að veðurfræðingurinn Birta Líf birtist á skjánum í jólapeysu með hreindýramynd. Ekki þarf meira til að valda usla meðal hagyrðinga. Hjörtur Benediktsson orti:
Í kortunum er kalsa tíð
kalt er og skortur á hlýju
Birta hún spáir hálku og hríð
í hreindýrapeysunni nýju.
Þórður Mar Þorsteinsson prjónaði við það:
Norðanáttin stendur stíf,
stefnir á oss grandi.
Birtist þá ekki Birta Líf,
og bjargar þessu landi.
Árni Bergmann sendir
...