Guðrún Brá Björgvinsdóttir komst í gær í gegnum niðurskurðinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi í Marrakech í Marokkó.
Guðrún lék á 71 höggi í gær og er samtals á einu höggi yfir pari eftir fjóra keppnisdaga. Hún er í 65.-70. sæti af 154 keppendum en fyrstu 65 fara áfram og spila lokahringinn í dag. Þá ræðst hverjar komast inn á Evrópumótaröðina 2025. Ragnhildur Kristinsdóttir er úr leik.