Rósa Aðalheiður Magnúsdóttir fæddist 20. desember 1924 á Sauðárkróki og ólst þar upp fyrstu æviárin. Árið 1936 þá missir hún móður sína, Steinunni Ingibjörgu, en Rósa var þá einungis 11 ára gömul. Hún býr næstu árin hjá föður sínum og systkinum á…
Á Siglufirði Rósa ólst upp á Sauðárkróki en flutti til Siglufjarðar átján ára gömul og hefur búið þar síðan.
Á Siglufirði Rósa ólst upp á Sauðárkróki en flutti til Siglufjarðar átján ára gömul og hefur búið þar síðan.

Rósa Aðalheiður Magnúsdóttir fæddist 20. desember 1924 á Sauðárkróki og ólst þar upp fyrstu æviárin.

Árið 1936 þá missir hún móður sína, Steinunni Ingibjörgu, en Rósa var þá einungis 11 ára gömul. Hún býr næstu árin hjá föður sínum og systkinum á Sauðárkróki en er send í sveit á sumrin og er næstu árin í vist, annars vegar á Brautarholti í Skagafirði og svo á heimilum á Siglufirði.

Eftir grunnskólanám á Sauðárkróki fer Rósa í vist á Grund í Eyjafjarðarsveit en ári síðar, þegar hún er 18 ára, flytur hún til Siglufjarðar til að hefja vinnu á saumastofu Guðrúnar. Rósa hefur búið á Siglufirði allar götur síðan. Næstu árin vann Rósa á saumastofu á veturna en flest sumur í síld hjá Jóhanni Skagfjörð.

Fljótlega eftir komuna til Siglufjarðar kynntist Rósa Hauki Jónassyni bólstrara sem síðar varð

...