Tónlistarmaðurinn og Eurovision-stjarnan Daði Freyr Pétursson hyggst flytja heim næsta sumar ásamt eiginkonu sinni Árnýju Fjólu Ásmundsdóttur og börnum eftir meira en áratug í Berlín. Daði lauk nýlega við fjórðu tónleikaferð sína um Bandaríkin og…
— EBU/Thomas Hanses

Tónlistarmaðurinn og Eurovision-stjarnan Daði Freyr Pétursson hyggst flytja heim næsta sumar ásamt eiginkonu sinni Árnýju Fjólu Ásmundsdóttur og börnum eftir meira en áratug í Berlín. Daði lauk nýlega við fjórðu tónleikaferð sína um Bandaríkin og undirbýr nú geggjaða jólatónleika í Gamla bíói um helgina, undir yfirskriftinni Þegar Daði stal jólunum. Hann kom í hljóðverið í þættinum Skemmtilegri leiðinni heim á K100, þar sem hann fór um víðan völl, ræddi heimkomuna og flutti jólalag í beinni útsendingu. Heyra má flutninginn og viðtalið á K100.is.