Sjaldan hafa hrannast upp jafnmargar birtingarmyndir þess að skipta þarf um meirihluta í borgarstjórn.
Hildur Björnsdóttir
Fréttir úr borginni undanliðnar vikur hafa verið stöðug uppspretta válegra tíðinda. Sjaldan hafa hrannast upp jafnmargar birtingarmyndir þess að skipta þarf um meirihluta í borgarstjórn.
Vöruhúsið við Álfabakka
Fólk rak vitanlega upp stór augu þegar á ógnarhraða reis vöruhús við Álfabakka, sem skyggði á bæði útsýni og birtu íbúa í Árskógum. Þegar borgarráð veitti heimildir fyrir uppbyggingunni kom glöggt fram að um þjónustu- og verslunarlóð væri að ræða. Án fyrirvara reis hins vegar á lóðinni vöruhús sem hugsanlega ætti betur heima á athafnasvæði. Ekki síst í ljósi þess að starfseminni munu fylgja hávaðasamir vöruflutningar, að líkindum á öllum tímum sólarhrings, með tilheyrandi ama fyrir íbúa í Árskógum.
Framgangur uppbyggingarinnar í kjölfar
...