Stjarnan styrkti stöðu sína á toppi úrvalsdeildar karla í körfuknattleik með því að vinna sterkan útisigur á Njarðvík, 100:90, í 11. umferð deildarinnar í gærkvöldi. Stjarnan er nú með fjögurra stiga forskot á Tindastól, sem heimsækir Íslandsmeistara Vals á Hlíðarenda í kvöld. Nýliðar KR unnu þá góðan sigur á Grindavík eftir framlengingu, Keflavík lenti ekki í teljandi vandræðum með Þór frá Þorlákshöfn og Höttur gerði góða ferð á Álftanes og vann þar endurkomusigur. » 26