Hulda Guðmundsdóttir fæddist 24. febrúar 1939 í Reykjavík. Hún lést á Mörk hjúkrunarheimili í Reykjavík 11. desember 2024.
Sem kornabarn fór Hulda í fóstur til yndislegra hjóna sem gengu henni í foreldrastað að öllu leyti og fékk hún kærleiksríkt uppeldi.
Móðir Huldu var Jóna Guðmundsdóttir, f. í Tungu í Valþjófsdal í Önundarfirði 15.10. 1889, d. 10.5. 1979. Faðir Huldu var Bjarni Ívarsson, f. í Kotnúpi í Dýrafirði 5.4. 1888, d. 5.9. 1970. Systkini Huldu voru Jón Ingiberg, f. 8.6. 1921, d. 10.2. 1983, kvæntur Lilju Maríusdóttur; Guðmundur, f. 16.8. 1922, d. 26.4. 1983, kvæntur Bryndísi Víglundsdóttur; Elísabet, f. 28.12. 1923, d. 1.8. 2013; Ívar, f. 8.12. 1925, d. 28.12. 2014, kvæntur Helgu Sigurðardóttur (látin); Gunnar, f. 15.11. 1932, d. 7.9. 2002, kvæntur Hrönn Aðalsteinsdóttur (látin).
...