Síðdegis í gær voru fjölmiðlar boðaðir á fund þeirra Kristrúnar Frostadóttur, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ingu Sæland, formanna Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, en þær vildu kynna hvernig miðaði í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna.
Valkyrjurnar, eins og þær nefna sig, greindu frá því á örstuttum, fimm mínútna fundi, að þær hefðu „náð saman“ og stefndu að því að kynna stjórnarsáttmála um helgina. Svo enn má bíða.
Fundurinn var þó ekki fullkomlega tíðindalaus. Inga notaði tækifærið og bjó kjósendur sína undir að hún hefði ekki náð fram neinum af sínum glæsilegustu, að ekki sé sagt glæfralegustu, kosningaloforðum, en hét þess í stað „stórum og fallegum“ skrefum í þágu skjólstæðinga sinna.
Eins tók Þorgerður Katrín af öll tvímæli um að efnahags- og fjármálaráðuneytinu yrði ekki skipt upp, líkt og pískrað hafði verið um. Eru þá upp talin tíðindi fundarins.
Þar kom að vísu fram – ekki fullkomlega að
...