Luigi Mangione, maðurinn sem grunaður er um morðið á framkvæmdastjóranum Brian Thompson í New York-borg fyrr í mánuðinum, var í gær settur í vörslu lögreglunnar í New York-borg, eftir að verjendur hans sögðu að Mangione myndi ekki leggjast gegn framsali frá Pennsylvaníu til New York-ríkis. Gert var ráð fyrir að Mangione yrði fluttur til Rikers-eyju, sem er stærsta fangelsi New York-borgar, í gær. Þá hermdu heimildir CBS-fréttastofunnar í gær að alríkið myndi einnig ákæra Mangione vegna morðsins.