Sundgarpurinn Mthobisi Mlambo klæddi sig upp í gervi jólasveins og lék listir sínar í stærsta sjávardýragarði Suður-Afríku viðstöddum til ánægju. Félagi hans á myndinni er stærðarinnar stingskata, en innan ætta stingskata eru tegundir sem geta orðið …
— AFP/Rajesh Jantilal

Sundgarpurinn Mthobisi Mlambo klæddi sig upp í gervi jólasveins og lék listir sínar í stærsta sjávardýragarði Suður-Afríku viðstöddum til ánægju. Félagi hans á myndinni er stærðarinnar stingskata, en innan ætta stingskata eru tegundir sem geta orðið rúmlega 4 metrar á lengd, 2 metrar í þvermál og vegið vel á fjórða hundrað kíló.

Heimkynni þessara hitabeltisfiska eru um og við miðbaug. Á Vísindavefnum kemur fram að stingskötur séu, líkt og aðrir brjóskfiskar, rándýr. „Sjónin gagnast þeim illa við veiðar þar sem augun eru efst á hausnum en munnurinn á neðra borði. Þær nota því fyrst og fremst lyktar- og rafsegulskyn til að staðsetja og hremma bráð sína líkt og frændur þeirra hákarlarnir,“ segir á áðurnefndri síðu.