Við bjuggum því um okkur á fatahrúgum, borðuðum hrísgrjón og spiluðum. Þetta var mjög ójólalegt og gaman.
— Morgunblaðið/Eggert

Hver eru þín eftirminnilegustu jól?

Eftirminnilegustu jólin hljóta að vera jólin sem við bróðir minn fórum í keilu í Kigali. Við vorum á ferðalagi um Austur-Afríku og eyddum aðfangadagskvöldi í tjaldi í regnskógi Rúanda. Okkur láðist reyndar að lesa smáa letur tjaldleigunnar í þjóðgarðinum þar sem kom fram að gestir skyldu sjálfir útvega helstu nauðsynjar og kom snemma í ljós að tjaldinu fylgdi bara tjald, engin dýna né teppi né ljós né annað sem telst til almennra þæginda. Við bjuggum því um okkur á fatahrúgum, borðuðum hrísgrjón og spiluðum. Þetta var mjög ójólalegt og gaman. Á jóladag var heldur meira veldi á okkur, við fórum í eþíópíska jólaveislu og síðan í keilu, sem væri kannski ekki í frásögur færandi þannig lagað nema fyrir þær sakir að keilusalurinn var ekki rafknúinn heldur voru það hendur sem stungust niður úr þili og reistu föllnu keilurnar við. Það

...