Ferðaþjónustan hefur vaxið á tiltölulega stuttum tíma úr því að vera er lítill atvinnuvegur yfir í það að vera einn af hornsteinum hagkerfisins og gætt landið allt lífi. Hún hefur veitt fjölmörg tækifæri til atvinnuþróunar, menningarlegrar tengingar og innviðauppbyggingar víða um landið. Í raun er hægt að segja að ferðaþjónustan hafi sumstaðar umbreytt byggðum landsins til hins betra og tryggt ákveðna byggðafestu Þannig hefur fjölbreytni atvinnu og þjónustu, frá hótelum og veitingastöðum til afþreyingar og leiðsöguferða, aukist verulega sem nýtist heimamönnum jafnt sem ferðamönnum.
Það er ánægjulegt að geta deilt óendanlegri fegurð landsins með erlendum gestum. Náttúruperlur á borð við Jökulsárlón, Mývatn, Snæfellsnes og Vestfirði draga að sér fjölda gesta sem leita eftir einstakri upplifun í náttúrunni. Fjárfestingar í innviðum, svo sem vegagerð, flugvöllum, áfangastöðum og merkingum, hafa gert aðgengi
...