Kahalii er yfirskrift sýningar í Hafnarborg en þar sýnir Arngunnur Ýr nýleg olíumálverk unnin á birkiplötur. Arngunnur Ýr hefur í langan tíma búið bæði á Íslandi og í Kaliforníu en er nú að færa sig frá Kaliforníu yfir til Havaí.
„Hún er að byggja á afskaplega fallegum stað þar sem er mikill og fjölbreyttur gróður. Landspildan er við götu sem heitir Kahalii og þaðan kemur heiti sýningarinnar,“ segir Aldís Arnardóttir forstöðumaður Hafnarborgar.
Mótífin í verkum Arngunnar Ýrar á sýningunni eru gróðurinn sem einkennir svæðið þar sem hún mun búa einhvern hluta ársins. „Við fyrstu sýn eru þetta mjög glaðleg, litrík og falleg náttúruverk. Þegar maður veltir svo fyrir sér samhenginu, þá felast í verkunum undirliggjandi hugleiðingar listakonunnar um það að eiga heima á
...