Innihaldið sérvalin lög og sálmar, hljómur plötunnar voldugur þar sem kór og strengir styðja vel við sönginn.
Jólaleg Magnús Jóhann og GDRN bættu í jólaplatnaflóru Íslands þetta árið með vandaða plötu að mati rýnis.
Jólaleg Magnús Jóhann og GDRN bættu í jólaplatnaflóru Íslands þetta árið með vandaða plötu að mati rýnis.

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Ný jólatónlist kemur út á Íslandi reglubundið og um hver jól erum við að tala um á bilinu núll til fjórar plötur. Slatti af stökum lögum kemur líka út. Í pistli þessum ætla ég að gera fimm nýjum plötum skil þó að sú síðasta sé smá svindl. En bara pínu samt.

Plata GDRN og Magnúsar Jóhanns er mér hugstæð enda fór ég rækilega inn í hana fyrir stuttu. Vandað er til verka í hvívetna, ungt tónlistarfólk að reyna sig við eilífðarslagara og vel tekst til, virkilega. Músíkalska parið þekkir lögin efalaust inn og út en er þó ekki á þeim aldri að hafa fengið þau þrædd inn í DNA-ið sitt með nál og tvinna. Þessi ákveðna kynslóðafjarlægð vinnur með plötunni, það er ekki verið að telja í lummur, miklu fremur verið að túlka upp á nýtt. Skapalónið er það sama og á Tíu íslensk sönglög (2022), allt hérna

...