Börn verða ekki að litlum trúarofstækispostulum við að trúa því að verndarengill vaki yfir þeim.
Sjónarhorn
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Það er gleðilegt að heyra að æ fleiri skólabörn heimsækja kirkjur landsins og fræðast þar um kristna trú og gildi hennar. Ekkert í þeim boðskap er hættulegt börnum, þvert á móti. Boðskapur um náungakærleik og fyrirgefningu á alltaf erindi. Sömuleiðis þurfum við sárlega á að halda boðskap um frið á jörð, sem hljómar aldrei sterkar en um jól.
Kristin trú er kærleiksrík. Samt finnast þeir sem setja sig upp á móti því að börn fræðist um hana. Þessir einstaklingar grípa oft til orðanna „innræting“ og „boðun“ þegar þeir vara við að kristni sé haldið að börnum. Þeir lifa í einkennilegri hræðslu við kristnina og maður fær á tilfinninguna að þeir vilji veg hennar sem
...