Það líður að jólum. Þorsteinn Kristinsson, sem keyrði áætlunarbíl á milli Dalvíkur og Akureyrar, skrifaði eitt sinn á jólakort til Halldórs Gunnlaugs á Melum: Á gamlárskvöld skal gefa tár af gini ef ég tóri
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Það líður að jólum. Þorsteinn Kristinsson, sem keyrði áætlunarbíl á milli Dalvíkur og Akureyrar, skrifaði eitt sinn á jólakort til Halldórs Gunnlaugs á Melum:
Á gamlárskvöld skal gefa tár
af gini ef ég tóri.
Göfug jól og greiðfært ár
gefist þér nú Dóri.
„Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf,“ var fyrirsögn á Mbl.is og varð það Guðjóni Jóhannessyni að yrkisefni:
Vér þola megum þæfinginn og snjóinn
og þjóðin er af streitu nærri spól.
Svo kemur eins og kartafla í skóinn
krataríkisstjórnin fyrir
...