Guðmundur Jóelsson
Undanfarna daga hafa fréttir af ótrúlegum handarbakavinnubrögðum Reykjavíkurborgar varðandi lóð við Árskóga verið áberandi í fréttum. Þar hafa öll eðlileg vinnubrögð verið gjörsamlega forsmáð og sjálfsögð mannleg réttindi fótum troðin. Fólki er algjörlega óskiljanlegt hvernig slíkir hlutir geta gerst nú á tímum.
Ástæða þess að þetta er gert að umtalsefni hér er að í miðju Kópavogs hefur um langt árabil staðið auð lóð þar sem á aðal- og deiliskipulagi er gert ráð fyrir bensínstöð en hefur nú, illu heilli, komist í hendur aðila sem virðast við fyrstu sýn vilja í hagnaðarskyni fótumtroða rétt þeirra sem búa í Lundarhverfinu. Lóðin var lengst af í eigu Olís hf. en mun nú vera komin í eigu „Fasteignaþróunarfélagsins Klasa ehf.“, sem bíður ekki boðanna og hefur nú, með fulltingi skipulagsráðs Kópavogs, hafið undirbúningsvinnu
...