Jólasveinar tíndust til byggða, einn og einn, en í sama mund mjakaðist áfram í átt til ríkisstjórnarsamstarfs Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, þótt formenn flokkanna tækju sér raunar frí hver frá öðrum um liðna helgi
14.12.-20.12.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Jólasveinar tíndust til byggða, einn og einn, en í sama mund mjakaðist áfram í átt til ríkisstjórnarsamstarfs Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, þótt formenn flokkanna tækju sér raunar frí hver frá öðrum um liðna helgi.
Helst var þó að finna jólasveina í Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem enginn vildi kannast við minnstu ábyrgð vegna þess að deiliskipulagið heimilaði byggingu vöruskemmu inni á stofugólfi hjá fólki í Breiðholtinu.
Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði allt þetta hafa komið sér í opna skjöldu og í raun áfall hvernig komið væri þar í úthverfunum. Hann sagði nauðsynlegt að
...