Jólasveinar tíndust til byggða, einn og einn, en í sama mund mjakaðist áfram í átt til ríkisstjórnarsamstarfs Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, þótt formenn flokkanna tækju sér raunar frí hver frá öðrum um liðna helgi
Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kynna ríkisstjórnarsamstarf flokka sinna.
Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kynna ríkisstjórnarsamstarf flokka sinna. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

14.12.-20.12.

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Jólasveinar tíndust til byggða, einn og einn, en í sama mund mjakaðist áfram í átt til ríkisstjórnarsamstarfs Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, þótt formenn flokkanna tækju sér raunar frí hver frá öðrum um liðna helgi.

Helst var þó að finna jólasveina í Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem enginn vildi kannast við minnstu ábyrgð vegna þess að deiliskipulagið heimilaði byggingu vöruskemmu inni á stofugólfi hjá fólki í Breiðholtinu.

Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði allt þetta hafa komið sér í opna skjöldu og í raun áfall hvernig komið væri þar í úthverfunum. Hann sagði nauðsynlegt að

...