Langþráð stund í lífi margra Akureyringa rennur upp á morgun þegar glænýjar og endurbættar kirkjutröppur verða teknar í notkun við hátíðlega athöfn. Hún hefst kl. 16 og að henni lokinni gefst gestum færi á að taka þátt í skrúðgöngu upp tröppurnar að Akureyrarkirkju
Jólalegt Jólatorgið á Ráðhústorginu hefur sett skemmtilegan svip á bæjarlífið á Akureyri á aðventunni.
Jólalegt Jólatorgið á Ráðhústorginu hefur sett skemmtilegan svip á bæjarlífið á Akureyri á aðventunni. — Morgunblaðið/Margrét Þóra

Úr bæjarlífinu

Margrét Þóra Þórsdóttir

Akureyri

Langþráð stund í lífi margra Akureyringa rennur upp á morgun þegar glænýjar og endurbættar kirkjutröppur verða teknar í notkun við hátíðlega athöfn. Hún hefst kl. 16 og að henni lokinni gefst gestum færi á að taka þátt í skrúðgöngu upp tröppurnar að Akureyrarkirkju.

Miklar og ófyrirséðar tafir hafa orðið á framkvæmdinni. Hafist var handa við að rífa gömlu tröppurnar í lok júní sumarið 2023, en þær voru úr sér gengnar og í raun ónýtar. Síðan tóku við umtalsverðar endurbætur sem drógust á langinn. Nú sér loks fyrir endann á verkinu mikla og eflaust fýsir marga að vera með á morgun. Akureyrarkirkja er eitt helsta kennileiti bæjarins og tröppurnar upp að henni stór hluti af bæjarmyndinni. Nýju kirkjutröppurnar verða án nokkurs

...