Tvíeykið Jói Pé og Króli mun skrifa nýjan söngleik fyrir Leikfélag Akureyrar sem verður frumsýndur árið 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Leikfélaginu. „Eftir mögnuð viðbrögð við sýningunni Jóla Lóla, sem nú er sýnd við miklar vinsældir í Samkomuhúsinu, hafa þeir félagar ákveðið að setja markið enn hærra og skrifa söngleik í fullri lengd,“ segir í tilkynningu.
Bergur Þór Ingólfsson leikhússtjóri mun skrifa verkið með þeim en hann skrifaði einnig Jóla Lólu í samstarfi við Kristin Óla (Króla), Urði Bergsdóttur og Hjalta Rúnar Jónsson. Jóla Lóla var fyrsta tónlistarstjórnarverkefni Jóhanns Damian (Jóa Pé) í atvinnuleikhúsi. Kristinn Óli hefur leikið sín stærstu hlutverk hjá Leikfélagi Akureyrar, en hann var Tóti tannálfur í Benedikt búálfi, Baldur í Litlu Hryllingsbúðinni og leikur nú þrjú hlutverk í fjölskyldusýningunni um Jóla Lólu. Haft er eftir
...