Nýtt lagafrumvarp gæti sett strik í reikninginn þegar kemur að þátttöku Ísraela í Söngvakeppni evrópsku sjónvarpsstöðvanna, Eurovision. Þetta kemur fram hjá ísraelska miðlinum The Jerusalem Post
Í Ísrael Eurovision var haldin í Ísrael 2019. Þá var Hatari fulltrúi Íslands.
Í Ísrael Eurovision var haldin í Ísrael 2019. Þá var Hatari fulltrúi Íslands. — Morgunblaðið/Eggert

Nýtt lagafrumvarp gæti sett strik í reikninginn þegar kemur að þátttöku Ísraela í Söngvakeppni evrópsku sjónvarpsstöðvanna, Eurovision. Þetta kemur fram hjá ísraelska miðlinum The Jerusalem Post. Ísraelski samskiptaráðherrann Shlomo Karhi hefur lagt fram frumvarp þess efnis að gera ríkisfjölmiðilinn, KAN, að einkareknum fjölmiðli. Haft er eftir Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva að nái frumvarpið í gegn sé nokkuð öruggt að Ísraelar geti ekki tekið þátt í Eurovision sem er keppni ætluð ríkisreknum sjónvarpsstöðvum. The Jerusalem Post segir að ekki hafi náðst í skrifstofu ráðherrans Karhi við vinnslu fréttarinnar.

Óánægja hefur verið með þátttöku Ísraela í söngvakeppninni vegna stríðsreksturs þeirra á Gasa og víðar. Rússum hefur verið meinuð þátttaka vegna stríðsins við Úkraínu. Eurovision fer

...