Borgarbúar, ekki síst Breiðhyltingar, eru furðu lostnir yfir því að við Álfabakka hafi risið mikill grænn kassi rétt fyrir framan fjölbýlishús. Þetta eru skiljanleg viðbrögð almennings í borginni, en það er lakara þegar þeir sem ábyrgð bera á því hvernig byggt er í borginni, þeirra á meðal formaður umhverfis- og skipulagsráðs, píratinn Dóra Björt Guðjónsdóttir, láta eins og þeir komi af fjöllum. Og það sem verra er, formaðurinn reynir að afvegaleiða umræðuna með því að kenna því um að byggingarreglugerð sé ekki nægilega ítarleg!
Í þessu sambandi var athyglisvert að lesa viðtal hér í blaðinu við lögfræðing framkvæmdaaðila hússins við Álfabakka 2, sem segir forsvarsmenn félagsins sem byggir húsið hafa átt í miklum samskiptum við fulltrúa borgarinnar vegna málsins. Þessir aðilar benda einnig á að uppbyggingin sé í fullu samræmi við deiliskipulag og þær heimildir sem byggingar-
...