Þóra Magnúsdóttir (Dídí) fæddist 13. apríl 1930. Hún lést 8. desember 2024.
Útför hennar fór fram 18. desember 2024.
Elsku amma, nú hefurðu fengið hvíldina.
Ég á margar góðar minningar frá æskuárunum að fara í næturpössun til þín í Sólhlíðina. Þú varst ekki þessi týpíska amma. Þegar ég kom til þín vöktum við fram eftir, horfðum á bíómyndir og höfðum það gott. Þegar ég vaknaði varstu stundum farin í golf eða sund og ég gat kíkt á VHS-safnið sem innihélt líklega hvern einasta sjónvarpsleik sem Birkir frændi hafði spilað og þú hafðir samviskusamlega tekið upp. Ég hræddist ísskápinn þinn því þú barst enga virðingu fyrir „best fyrir“-dagsetningum en samt kokkaðirðu upp bestu kótelettur í raspi sem hægt er að hugsa sér. Sprite með því. Þú varst alltaf svo mikill töffari, fórst þínar eigin leiðir
...