Ásthildur Helgadóttir fæddist 12. júlí 1940. Hún lést 4. desember 2024.

Útför hennar fór fram 17. desember 2024.

Nú þegar mín yndislega söngsystir til margra ára, hún Ásthildur, hefur kvatt þetta líf langar mig til þess að minnast hennar með nokkrum orðum.

Hún kom inn í senjorítukórinn ásamt Steinunni vinkonu sinni árið 2011, en þá var ég búin að syngja í kórnum í nokkur ár. Það var mjög ánægjulegt að fá hana til liðs við okkur í sópraninn, hún hafði bæði bjarta og fallega rödd. Ásthildur var stórglæsileg kona með mikla útgeislun svo að maður laðaðist fljótt að henni en því miður leið ekki á löngu þar til þessi vágestur barði að dyrum sem hún hefur glímt við síðastliðin 10 ár og hefur nú haft betur. Við töluðumst oft við í símann og alltaf var hún svo bjartsýn og vongóð um sín veikindi þannig að

...