Gefin hefur verið út ákæra á hendur karlmanni sem grunaður er um að hafa valdið dauða hjóna á áttræðisaldri sem fundust látin á heimili sínu í Neskaupstað í ágúst. Ákæran var send Héraðsdómi Austurlands í gær.
Maðurinn verður áfram vistaður á viðeigandi stofnun en dómari hefur fallist á kröfu um vistun til 14. mars. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í samtali við mbl.is.
Í gögnum málsins kemur fram að maðurinn hafi viðurkennt við yfirheyrslur að hafa verið á heimili hjónanna í Neskaupstað en neitað að hafa orðið valdur að dauða þeirra. Þau hafi þegar verið látin. Útskýringar hans á því hvers vegna hann hafi ekki tilkynnt um slasað eða látið fólk þóttu ekki trúverðugar.
Að sögn vitna sást maðurinn við hús hjónanna að kvöldi 21. ágúst og segjast vitni skömmu síðar hafa
...