Landeldisfyrirtækið GeoSalmo og íslenska kokkalandsliðið hafa skrifað undir samstarfssamning. Meginmarkmiðið með honum er að styrkja starf beggja aðila með þróun á vörum úr laxi framleiddum úr landeldi á Íslandi, segir í fréttatilkynningu.
Matreiðslumenn kokkalandsliðsins munu koma að vöruþróun og markaðsstarfi GeoSalmo frá upphafi og fyrirtækið verður á sama tíma einn af aðalbakhjörlum landsliðsins.
GeoSalmo áformar að reisa í nokkrum áföngum allt að 33.000 tonna laxeldisstöð á landi við Þorlákshöfn. Haft er eftir Jens Þórðarsyni framkvæmdastjóra GeoSalmo að samstarf við landsliðið gefi fyrirtækinu einstakt tækifæri til að þróa hágæða landeldislax sem uppfylli ströngustu kröfur og væntingar, bæði hér á landi og á alþjóðlegum mörkuðum.
Þá segir Þórir Erlingsson
...