Geir Ágústsson hefur rekið sig á að oft eru sjálfsögð mál sett í undarlegar umbúðir. Hann fjallar um eitt dæmið á blog.is: „Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur undirritað samning við orkufyrirtækið Rarik um að fyrirtækið taki að sér að leggja háspennulögn úr Kelduhverfi að Dettifossi og Grímsstöðum á Fjöllum. Þetta er að sögn til að minnka losun á gróðurhúsalofttegundum en er í raun bara sjálfsögð innviðaframkvæmd: Að tengja landshluta við raforkukerfið.
Ætli það létti aðeins leyfisveitingar að segja að eitthvað sé gert til að laga veðrið frekar en hleypa fólki að innviðum? Maður fer að halda það. Og þá opnast jú aldeilis fyrir möguleikana! Mögulega festast sjálfsagðar framkvæmdir ekki í kerfinu svo árum skiptir ef þær eru rökstuddar með tilvísun í veðrið frekar en mannlegar þarfir.
Svo sem
...