Skiptar skoðanir eru á þeim fyrirætlunum lyfjarisans Alvotech að koma á fót leikskóla fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Kristín Dýrförð, dósent í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka…
Spursmál
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Skiptar skoðanir eru á þeim fyrirætlunum lyfjarisans Alvotech að koma á fót leikskóla fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Kristín Dýrförð, dósent í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri, og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, skiptast á skoðunum um málið á vettvangi Spursmála að þessu sinni. Þátturinn er aðgengilegur á mbl.is og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Komist á réttan kjöl
Heiðrún Lind segir mikilvægt að leita leiða til þess að koma leikskólaþjónustu í landinu á réttan kjöl. Þau mál hafi lengi verið í ólestri, ekki síst í Reykjavík. Segist hún tala af reynslu um mikilvægi breytinga, enda hafi hún verið með barn á leikskóla í Kópavogi þegar innleidd var ný
...