Björgunarsveitarbíll með blikkandi ljós brunaði að leikskólanum Barnabóli á Þórshöfn í vikunni en undir stýri var jólasveinn. Sveinkar höfðu frétt af jólaballi á leikskólanum en þeir elska bæði börn og böll svo þeir fengu bíl Björgunarsveitarinnar Hafliða lánaðan
Akandi Jólasveinarnir fengu lánaðan björgunarsveitarbílinn til að komast á jólaballið í Barnabóli.
Akandi Jólasveinarnir fengu lánaðan björgunarsveitarbílinn til að komast á jólaballið í Barnabóli.

Líney Sigurðardóttir

Þórshöfn

Björgunarsveitarbíll með blikkandi ljós brunaði að leikskólanum Barnabóli á Þórshöfn í vikunni en undir stýri var jólasveinn. Sveinkar höfðu frétt af jólaballi á leikskólanum en þeir elska bæði börn og böll svo þeir fengu bíl Björgunarsveitarinnar Hafliða lánaðan.

Þeir eru enda miklir vinir björgunarsveitarmanna og leggja þeim lið á aðventunni, einnig eru þeir mjög hrifnir af stórum bílum eins og fleiri kynbræður þeirra. Vinfengið er slíkt að annar sveinkinn sagðist vilja heita Hafliði en ekki Skyrgámur.

Á Barnabóli tóku börnin vel á móti þeim þótt sum þeirra kysu frekar öryggið í faðmi foreldranna. Jólin eru fyrst og fremst hátíð barnanna, þeim fylgir eftirvænting og gleði eins og Stefán frá Hvítadal lýsir í ljóði sínu

...