Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir í samtali við SunnudagsMoggann í dag að rannsóknamiðstöðin á Kárhóli í Reykjadal sé í erfiðri stöðu, þar sem búið sé að gera vísindastarfið sem þar fari fram tortryggilegt út frá öryggispólitískum sjónarmiðum í Bandaríkjunum
Kárhóll Rannsóknamiðstöðin á Kárhóli hefur verið nokkuð í umræðunni undanfarin misseri.
Kárhóll Rannsóknamiðstöðin á Kárhóli hefur verið nokkuð í umræðunni undanfarin misseri. — Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir í samtali við SunnudagsMoggann í dag að rannsóknamiðstöðin á Kárhóli í Reykjadal sé í erfiðri stöðu, þar sem búið sé að gera vísindastarfið sem þar fari fram tortryggilegt út frá öryggispólitískum sjónarmiðum í Bandaríkjunum.

Valur gaf nýverið út bókina Iceland's Arctic Policies and Shifting Geopolitics: Embellished Promise, þar sem hann fer yfir stefnu Íslands í málefnum norðurslóða frá lokum kalda stríðsins og til okkar daga. Í bókinni fjallar Valur meðal annars um samskipti Íslands og Kína á árunum eftir hrun, en hann segir að áhrif Kínverja hér á landi hafi verið ýkt, og að samskipti ríkjanna hafi að miklu leyti verið að frumkvæði Íslendinga og náð hámarki á árunum

...