Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings reyndu í gær að finna leiðir til þess að halda starfsemi alríkisstofnana gangandi fram yfir áramót. Höfðu flokkarnir tveir á þingi náð samkomulagi um þingsályktun sem hefði veitt alríkisstofnunum auknar fjárheimildir, en samkomulagið var fellt eftir að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, og auðkýfingurinn Elon Musk lýstu yfir andstöðu sinni við það.
Annað frumvarp sem forseti fulltrúadeildarinnar, Mike Johnson, setti fram var fellt í fyrradag með andstöðu nær allra demókrata í deildinni auk 38 repúblikana, sem tilheyra hægri væng flokksins, þrátt fyrir að Trump hefði lýst yfir stuðningi sínum við það.
Trump sagði í gær á samfélagsmiðlum sínum að ef loka þyrfti alríkisstofnunum væri betra að það gerðist nú meðan Joe Biden væri enn Bandaríkjaforseti. „Þetta er vandamál Bidens til að leysa, en ef
...