Matís Rannsóknarverkefnin þrjú eru öll tengd Matís og sjávarútvegi.
Matís Rannsóknarverkefnin þrjú eru öll tengd Matís og sjávarútvegi. — Morgunblaðið/Kristinn

Matís og samstarfsaðilar þeirra fengu góðan glaðning núna fyrir jólin, en þrjú alþjóðleg rannsókna- og nýsköpunarverkefni tengd Matís voru valin til fjármögnunar af Horizon Europe-rammaáætlun Evrópusambandsins og fá 2,5 milljarða króna í styrk. Þetta er mikil viðurkenning á starfinu þar sem samkeppni um styrki rammaáætlunar Evrópu er mjög hörð.

Matís fær 310 milljónir króna úthlutaðar í styrk og innlendir samstarfsaðilar um 270 milljónir, en öll verkefnin lúta að sjálfbærni í fiskveiðum og fiskeldi og að gera greinarnar betur búnar til að mæta áhrifum loftslagsbreytinga og draga úr umhverfisáhrifum.

Verkefnin þrjú

Verkefnin sem Matís tengist sem fengu styrk eru Marine Guardian og systurverkefnin MECCAM og OCCAM.

Marine Guardian snýst um að efla

...