Í morgunkaffinu í Eddu um daginn skemmti Guðrún Harðardóttir okkur með skondnu fornbréfi sem hún hafði verið að skrá þá um morguninn. Bréfið var ritað á skinn í Haga á Barðaströnd laugardaginn næsta eftir Bartolomeimessu [25
Vegleg brú Sixtus páfi 4. lét byggja Ponte Sisto yfir ána Tíber og Sixtínsku kapelluna, stofnaði bókasafn Vatikansins og spænska rannsóknarréttinn; var þekktur fyrir að skipa ættingja og vini í áhrifastöður, gaf starfsleyfi fyrir Uppsalaháskóla 1477 og leyfði Íslendingum að borða sel á föstunni.
Vegleg brú Sixtus páfi 4. lét byggja Ponte Sisto yfir ána Tíber og Sixtínsku kapelluna, stofnaði bókasafn Vatikansins og spænska rannsóknarréttinn; var þekktur fyrir að skipa ættingja og vini í áhrifastöður, gaf starfsleyfi fyrir Uppsalaháskóla 1477 og leyfði Íslendingum að borða sel á föstunni. — Ljósmynd/Livioandronico2013

Tungutak

Gísli Sigurðsson

gislisi@hi.is

Í morgunkaffinu í Eddu um daginn skemmti Guðrún Harðardóttir okkur með skondnu fornbréfi sem hún hafði verið að skrá þá um morguninn. Bréfið var ritað á skinn í Haga á Barðaströnd laugardaginn næsta eftir Bartolomeimessu [25. ágúst] 1492, tólf dögum eftir að Kólumbus lét úr höfn á Spáni, og vottar um viðureign þeirra Eyjólfs Gíslasonar og Jóns Tumasonar í viðurvist Magnúsar biskups Eyjólfssonar í staðarhúsinu í Grindavík. Þarna segir frá því að Magnús hafi gripið „um hálsinn á Eyjólfi Gíslasyni“ og haldið honum en vitnið Jón Jónsson staðfestir að greindur Eyjólfur hafi ekki slegið Magnús biskup, og m.a.s. lýst „því að hann vildi biskup Magnús hvorki slá né neina vanvirðu aðra gjöra, hversu sem oft nefndur

...