Bjarney Guðlaug Valdimarsdóttir fæddist 7. ágúst 1949. Hún lést 30. október 2024.
Útför hennar fór fram 16. nóvember 2024.
Elsku tengdamóðir mín Bjarney er fallin frá eftir óvænt veikindi. Við kynntumst fyrir hartnær 20 árum þegar við Soffía vorum að draga okkur saman og við fórum í heimsókn á heimili hennar og Gumma á Hvammstanga. Við mér tók blítt bros frá þeim báðum og áður en ég vissi af var eins og við hefðum alltaf þekkst.
Það var svo ljúft og áreynslulítið að kynnast Bjarneyju því hún leit iðulega á hinar björtu hliðar lífsins og það var stutt í léttleikann og hláturinn. Það var einnig auðvelt að tengja við raunsæi hennar um verkefni hversdagsins og dugnaðinn sem mér fannst einkenna hennar lífsviðhorf. Ég man varla eftir því að hún hafi kvartað yfir neinu í hlutskipti sínu. Verkin voru
...