Verk Lovísu Óskar Gunnarsdóttur, When the Bleeding Stops, er á lista The Guard­ian yfir bestu dansverk ársins. Er það í áttunda sæti en verkið var sýnt í London fyrr á árinu
Lovísa Ósk í verkinu When the Bleeding Stops.
Lovísa Ósk í verkinu When the Bleeding Stops.

Verk Lovísu Óskar Gunnarsdóttur, When the Bleeding Stops, er á lista The Guard­ian yfir bestu dansverk ársins. Er það í áttunda sæti en verkið var sýnt í London fyrr á árinu. Í umsögn um verkið segir að það sé eitt af glaðlegustu sýningum ársins.

Þar segir jafnframt: „Sjálfsævisöguleg frásögn sem finnur hliðstæður í meiðslum sem binda enda á ferilinn og komu breytingaskeiðsins. Sýningin í The Place í Lundúnum var enduruppgötvun á þeirri hreinu, nærandi gleði sem felst í því að hreyfa sig við tónlist og lauk með því að allir dönsuðu saman.“ Verkið hlaut fjórar stjörnur hjá rýni miðilsins í september.