Elías Vilhjálmur Einarsson fæddist 25. desember 1942. Hann lést 27. nóvember 2024.

Útför fór fram 19. desember 2024.

Nú er Elli minn farinn á vit annarra heima; finnst samt enn að ég geti hringt eða við hjónin litið við hjá Ella og Ólu og spjallað. Við Elli ræddum oft þá vissu okkar að líf sé að loknu þessu; aðeins önnur tíðni sem við eigum ekki aðgang að. Elli hafði oft skynjað þetta og kveið ekki vistaskiptunum.

Fyrir um 40 árum hittumst við fyrst og úr varð einlægt vináttusamband. Elías var þá forstöðumaður fyrir ráðstefnu- og veislusali ríkisins í Borgartúni 6: salir fyrir stóra og litla fundi og móttökuaðstaða fyrir æðstu menn þjóðarinnar. Í þessu hlutverki naut Elli sín vel – uppáklæddur í svart/hvítt, brosandi og bjóðandi allt það besta sem völ var á. Þá annaðist hann Ráðherrabústaðinn

...