Gjöf Ísólfur Gylfi Pálmason, Christiane L. Bahner, settur skólastjóri tónlistarskólans, og Sandra Rún Jónsdóttir skólastjóri með nýdædda dóttur.
Gjöf Ísólfur Gylfi Pálmason, Christiane L. Bahner, settur skólastjóri tónlistarskólans, og Sandra Rún Jónsdóttir skólastjóri með nýdædda dóttur.

Stjórn Minningarsjóðs Guðrúnar Gunnarsdóttur á Hvolsvelli hefur afhent Tónlistarskóla Rangæinga gjöf, bjöllukór sem spannar þrjár áttundir og líklegt er að allt að 16 börn geti leikið á bjöllurnar í senn.

Ísólfur Gylfi Pálmason stjórnarformaður sjóðsins afhenti gjöfina fyrir hönd sjóðsins, sem nú hefur verið lagður niður.

Guðrún Gunnarsdóttir fæddist árið 1958 og lést tæplega 25 ára gömul. Hún stundaði nám við Tónlistarskóla Rangæinga, Hvolsskóla, Menntaskólann á Laugarvatni og loks Hjúkrunarskóla Íslands en hún var þar við nám þegar hún lést.

Foreldrar Guðrúnar voru Ása Guðmundsdóttir og Gunnar Guðjónsson. Ása stofnaði minningarsjóðinn um dóttur sína árið 2015 og lagði honum til þrjár milljónir króna. Tilgangur sjóðsins var að styrkja efnilega tónlistarnemendur í Rangárvallasýslu.

Að sögn Ísólfs Gylfa hefur stjórn sjóðsins sammælst um að leggja sjóðinn niður, en með honum í stjórninni eru Sigurlín Óskarsdóttir og Ágúst Sigurðsson. Tekjur sjóðsins

...