Gyðjan heitir fjórða og síðasta bókin í Álfheima-fjórleik Ármanns Jakobssonar, en áður eru komnar bækurnar Bróðirinn, Risinn og Ófreskjan. Bækurnar segja frá þeim Konáli, Soffíu, Pétri og Dagnýju sem eru hrifin til álfheima og komast til mikilla…
Fjórleikur Ármann Jakobsson langaði að skrifa nútímalega álfasögu
Fjórleikur Ármann Jakobsson langaði að skrifa nútímalega álfasögu — Morgunblaðið/Hákon

Árni Matthíasson

arnim@mbl.is

Gyðjan heitir fjórða og síðasta bókin í Álfheima-fjórleik Ármanns Jakobssonar, en áður eru komnar bækurnar Bróðirinn, Risinn og Ófreskjan. Bækurnar segja frá þeim Konáli, Soffíu, Pétri og Dagnýju sem eru hrifin til álfheima og komast til mikilla metorða þar, en hrökklast síðan aftur heim í „gráa heiminn“, eins og þau nefna heim mannanna.

Ármann segir að sig hafi langað til að taka fyrir ólík minni úr íslenskum álfasögum, sem hann gerir í gegnum bókaflokkinn og lesendur taka vel eftir. Í Gyðjunni tekur hann þannig fyrir heimkomuna, hvernig fólk sem er skilað af álfum kemur heim og er ekki alveg búið að jafna sig eftir dvöl með álfum. „Svo langaði mig líka til að vinna með þessar fjórar persónur, Konál, Soffíu, Pétur og Dagnýju, og hvernig hlutirnir horfa öðruvísi við þeim. Þetta er mikið púsluspil, sérstaklega

...