Garðar Ingi Jónsson fæddist 28. október 1932. Hann lést 7. desember 2024.
Útför hans fór fram 18. desember 2024.
Kæri Garðar, ég þakka þér fyrir margar góðar stundir, sem ég átti með þér og Guðrúnu, og öllum dætrunum. Það rifjast upp góðar minningar langt aftur í tímann. Ég man hvað það var gaman að heimsækja ykkur í bústaðinn í Hveragerði, sem þið lögðuð mikla vinnu í að viðhalda. Ég man að þegar ég fór í interrail-ferð um Evrópu, fyrir margt löngu, með æskuvini mínum, þá byrjuðum við ferðina í Lúxemborg, og gistum í fallega húsinu ykkar þar. Okkur var vel tekið, með grillveislu. Það var ekki að sökum að spyrja að þið lánuðuð okkur bíl, og keyrðum við Rínardalinn til Koblenz.
Ég minnist allra veislnanna í Byggðarenda, þegar þú eða Guðrún áttuð afmæli, og svo allra rausnarlegu jólaboðanna, þegar
...